17.6.2007 | 18:36
Pínu djók :)
Ég verð að segja hér svolitla sögu sem mér skilst að sé sönn og hafi átt
sér stað 2004 í stórum kaupstað við langan fjörð á miðju
Norðurlandi.
Svo bar til að maður nokkur kom að bílalúgu. Stúlkan sem var þar við
afgreiðslu spyr hvað megi gera fyrir hann. "Áttu sundsmokka?" segir
maðurinn. Hún jánkar því, fer og leitar, en finnur ekki neina sérstaka
sundsmokka, spyr starfssystur sína, sem er ekki viss, en bendir henni á að
taka bara smokkakassann og láta manninn velja, hann þekki þetta sjálfsagt
betur. Stúlkan tekur smokkakassann, opnar lúguna og réttir manninum og
spyr hann hvort vilji eitthvað af þessu. "Hvað ertu að meina? spyr
maðurinn forviða. "Nú, varstu ekki að spyrja um sundsmokka?" segir
stúlkan. "Ég var að biðja um Sunnudagsmoggann!" sagði maðurinn þá. Stundum
tala Íslendingar of hratt.
Munið svo at tala skírt og greinilega!!
Athugasemdir
Ha ha ha ha ha.Ótrúlega findið adda!!
Alexandra Elídóttir, 17.6.2007 kl. 18:39
HA HA
eli (IP-tala skráð) 17.6.2007 kl. 19:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.